Félagsaðstaða IFO

Árið 2013 var Nordatlantisk Hus opnað en þar er Íslendingafélagið í Odense með félagsaðstöðu sína ásamt félagi færeyinga og tveimur félögum grænlendinga. Þessi frábæra félagsaðstaða er afrakstur ötullar vinnu fyrrum stjórna IFOdense og átti fæðing hússins margra ára aðdraganda. Þetta er aðstaða sem við megum vera stolt af og þakklát fyrir. Hafir þú ekki séð félagsaðstöðuna IFOdense, mælum við með því að þú gerir það á næsta viðburði félagsins.

Félagsaðstaðan er á 3. hæð (2. sal) í húsinu og tekur 60-70 manns en þar er líka að finna fundarherbergi sem félagið hefur til afnota. Hér hefur IFOdense getað boðið upp á viðburði s.s. krakkabíó, páskabingó, 17. júní kaffisamsæti, aðalfund og svo tókum við á móti Sveppa þegar hann sýndi nýjustu myndina sína og gaf aðdáendum sínum eiginhandaráritanir.