Fréttatilkynning Íslendingafélagsins í Odense (IFOdense) og áhugafólks um íþróttir íslendinga í Óðinsvéum.

Þann 29. október var haldinn fundur á milli stjórnar IFOdense og Hjalta Guðmundssonar (Karlaþrek), Esterar Hilmarsdóttur (Skvísuþrek) og Braga Þorsteinssonar (Fótbolti) vegna nýrrar hugmyndar um framtíð íþrótta innan IFOdense.

Hjalti, Ester og Bragi höfðu sent stjórn IFOdense tillögu um framtíð íþrótta innan félagsins sem var í stuttu máli svohljóðandi:

“Hafa íþróttadeildina áfram innan Íslendingafélagsins en núna rekur hún sig og ber ábyrgð á sér sjálf ásamt því að vera með eigin bankareikning. Íslendingafélagsgjald íþróttaiðkenda yrði eyrnamerkt íþróttamálum og félagsgjaldinu yrði nánast haldið aðskyldu innan hverrar íþróttadeildar, fótbolti sér, körfubolti sér, þrek sér o.s.frv.”

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að tillagan er ekki möguleg vegna þess að hún stangast á við lög um starfshætti félagasamtaka, þar sem segir að aðalstjórn (sem væri stjórn IFOdense) er ábyrg fyrir skuldasöfnun IFOdense og þyrfti þar af leiðandi að samþykkja allar fjárhagslegar ákvarðanir íþróttadeildarinnar. Komi í ljós að IFOdense eigi ekki fyrir skuldum sem stofnað er til, eru aðilar aðalstjórnar rukkaðir persónulega en ekki stjórn íþróttadeildarinnar.

Þetta þýðir í stuttu máli að íþróttadeildin gæti ekki tekið neinar ákvarðanir nema að aðalstjórn samþykkti þær og gæti ekki rekið sig né borið ábyrgð á sér sjálf. Hún yrði í raun, eins og hún hefur verið, nefnd innan IFOdense og ekkert myndi breytast sem skiftir afgerandi máli.
Auk þessa er stjórn IFOdense ekki tilbúin til að taka persónulega ábyrgð á fjármálum hugsanlegrar íþróttadeildar sem væri rekin á eigin vegum eins og lýst er í tillögunni.
Á þessum tiltekna fundi var hins vegar tekin sameiginleg ákvörðun sem við sannarlega trúum að sé sú besta fyrir alla.

Það er gamaltuggin tugga í okkar íslenska samfélagi í Óðinsvéum að óánægja og kergja hefur blundað á milli þeirra sem vilja stunda íþróttir með félögum sínum og þeirra sem vilja að iðkendur íþrótta greiði fyrir leigu á sölunum sem IFOdense hefur leigt af Odense kommune.
Reglan hefur verið sú að til að geta mætt á æfingar, hefur maður þurft að vera meðlimur í IFOdense. Ástæður þessa verða ekki tíundaðar frekar hér en nánari útskýringar má finna á heimasíðu IFOdense ( www.islodense.dk ) undir flipanum “um félagið”.
Stjórn IFOdense hefur unnið síðustu ár með það að markmiði að allir viðburðir verði að lenda á sléttu eða í smá hagnaði til þess að gæta jafnræðis á milli viðburða, þ.e.a.s. að einn viðburður borgi ekki fyrir annan viðburð sem stendur ekki undir sér.

Þegar ljóst var að leiga á sölum fyrir íþróttir innan IFOdense var orðinn fjárhagslegur baggi á félaginu þ.e.a.s. að ekki voru nægilega margir íþróttaiðkendur sem greiddu félagsgjald, og að aðrir viðburðir þurftu að greiða fyrir kostnað af íþróttasölunum. Var ljóst að stjórn IFOdense varð að bregðast við.
Eftir fleiri fundi um málefnið var ákveðið að setja upp íþróttagjald fyrir þá félagsmenn IFOdense sem vildu æfa íþróttir. Á þessum tímapunkti höfðu einungis karlmenn nýtt sér þetta tilboð og þar af leiðandi tók stjórn IFOdense ákvörðun út frá þáverandi kostnaði á sölum ásamt tækjakostnaði. Og það var þetta íþróttagjald (200 kr. á ári) sem olli miklu fjaðrafoki sem varð til þess að sú ákvörðun sem tekin var á sameiginlegum fundi stjórnar IFOdense, Hjalta, Braga og Esterar, var álitin sú eina rétta af öllum viðstöddum.

Ákvörðunin er svo hljóðandi:
Íþróttaiðkendur stofna nýtt félag sem mun halda utan um íþróttir íslendinga í Odense. IFOdense mun leggja niður áherslur sínar á íþróttir til að gefa aðstandendum að hinu nýja félagi rými til að þróa hugmyndir sínar. Íþróttafélagið mun ekki hafa nein fjárhagsleg tengsl við IFOdense og mun verða rekið af sinni eigin stjórn sem og eftir reglum Odense kommune.
Einungis félög skráð hjá Odense kommune geta fengið leigða sali til íþróttaiðkunar og íþróttaiðkendur verða að vera félagsmenn til að geta nýtt aðstöðuna. Lágmarksgjald Odense kommune eru 168 kr. fyrir félagsárið sem er frá sept. fram til sept. (fylgir skólaárinu).
Markmið íþróttafélagsins er að stunda íþróttir á áhugamanna stigi. Á núverandi stundu er í boði að æfa fótbolta og þrek fyrir karla og þrek fyrir konur. Ef áhugi og grundvöllur er fyrir iðkunn annara íþrótta þá er hægt að leigja sali til þess í gegnum kommúnuna fyrir félagsmenn með milligöngu stjórnarinnar. Félagsgjaldið er 200 kr og rennur óskert til íþróttafélagsins.

Tengiliðir fyrir hverja íþrótt:
Fótbolti: Bragi Þorsteinsson, gsm: 25480043
Nánari upplýsingar um fótboltann verður að finna á facebook síðu félagsins og þátttakendur geta skráð sig í hópinn „FC (nyja nafnið) ODENSE“ á Facebook. (nyja nafnið) hlutanum verður svo breytt eftir að nafn félagsins hefur verið ákveðið.
Skvísu þrek: Ester Hilmarsdóttir, gsm: 71530717
Nánar á facebooksíðunni “Skvísuþrek Odense”.
Karla þrek: Hjalti Guðmundsson, gsm: 60751501
Nánari upplýsingar um þrekið verður að finna á facebook síðu félagsins og þátttakendur geta skráð sig í hópinn „Þrek í Fraugde“ á Facebook.

Íslendingafélagið í Odense mun samt sem áður sinna menningarviðburðum á vegum IFOdense, viðburðum á vegum Nordatlantisk Hus og vinna saman með hinu nýja félagi að einstaka viðburðum, sé þess óskað.
Þar sem IFOdense leigir ekki lengur sali til íþrótta hjá Odense kommune, höfum við þann möguleika á að lækka félagsgjaldið töluvert, eða niður í 100 kr. Haft verður samband við þá aðila sem hafa greitt 170 kr. félagsgjald fyrir félagsárið 2015/2016 og þeim boðið endurgreiðsla, sjoppuúttekt eða að viðkomandi fái afslátt af viðburðum á vegum IFOdense.
Allt breytist og þróast og það hefur IFOdense vissulega gert síðan það var stofnað. Þessi ákvörðun er hluti af því ferli og við erum þess fullviss að þetta sé skref í rétta átt til framtíðar.

Með bestu kveðjum,
Ingvar Rafnsson, formaður.
Svanborg Þóra Kristinsdóttir, varaformaður.
Katrín Sylvía Gunnarsdóttir, gjaldkeri.
Ingibjörg Hilmarsdóttir, ritari.
Íris Dröfn Jónsdóttir, fulltrúi fjölskyldunefndar.
Gunnar Páll Torfason, fulltrúi íþróttanefndar.
Kristinn Þór Þorsteinsson, birgðastjóri.

Áhugafólk um íþróttir íslendinga í Óðinsvéum:
Hjalti Guðmundsson,
Ester Hilmarsdóttir
Bragi Þorsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *