Gerast félagi

Þú hefur líklega verið inni á heimasíðunni og rekið augun í viðburðaskránna. Þar eru reyndar ekki allir viðburðirnir upptaldir, þar sem við bætum við viðburðum sé áhugi fólks nægilega mikill og ef við fáum aðstoð við að setja viðburðinn á legg. Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við einstaka viðburði eða fleiri, máttu gjarnan hringja/skrifa eða finna IFO Viðburðir grúppuna á Fésbókinni. Þar setjum við inn upplýsingar um hvernig og hversu mikla aðstoð okkur vantar við viðburði.

Hvað græði ég á að gerast félagi?

Skráðir félagsmenn geta sparað sér nokkur hundruð krónur á ári þar sem að félagsmenn fá ýmist afslætti eða ókeypis inná viðburði félagsins. Hér fyrir neðan má sjá reiknisdæmi fyrir fjögurra manna fjölskyldu miðað við verð á viðburðum árið 2014:

Ekki skráðir félagsmenn
 • Barnabíó 3x á ári: 30 kr á mann, 360 kr
 • Jólaball: 25 kr á mann, 75 kr
 • Þorrablót: 350 kr á mann, 700 kr (2 fullorðnir)
 • Páskabingó: 20 kr á mann, 80 kr
 • 17 júní: Pylsa 25 kr, 100 kr

Samtals greitt: 1320 kr á ári

Skráðir félagsmenn
 • Félagsgjald, 2 fullorðnir: 100 kr á mann, 200 kr
 • Barnabíó 3x á ári: Ókeypis fyrir félagsmenn, 0 kr
 • Jólaball: Ókeypis fyrir félagsmenn, 0 kr
 • Þorrablót: 240 kr á mann, 480 kr (2 fullorðnir)
 • Páskabingó: Ókeypis fyrir félagsmenn
 • 17 júní: Frí pylsa fyrir félagsmenn

Samtals greitt: 680 kr á ári

Ávinningurinn af félagsgjaldinu er gríðarlegur og með því að taka þátt styrkjum við einnig tengsl okkar við menningu okkar og uppruna.

Félagsgjald

Til þess að gerast félagi greiðir þú 100 kr inn á mobilpay í númer: 97250

Muna að skrifa nafn og ástæðu greiðslu.

Einnig er hægt að greiða á viðburðum.

Skráðu þig hér (Simanúmmer i stað kennitölu)

Mikilvægt er að senda nafn, heimilisfang og netfang greiðanda með tölvupósti til ifo@islodense.dk

Reiknisár og félagsár er frá 1. Januar ár hvert.