Um Odense

Odense er þriðja stærsta borgin í Danmörku, staðsett á eyjunni Fjóni. Í Odense búa rúmlega 170 þúsund manns og er borgin þekkt fyrir að vera mikil skólaborg, hingað koma margir til að stunda nám, bæði danir og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Í marga áratugi hafa Íslendingar flykkst hingað í þeim tilgangi og sumir hafa ílengst hér enda er Odense afar afslöppuð og vinaleg borg.

Odense hefur uppá marga góða námskosti að bjóða, Syddansk University er staðsettur í Odense og hefur háskólinn afar fjölbreytt úrval af námsleiðum að bjóða, Erhvervsakademiet Lillebælt bíður einnig uppá breytt svið námsleiða á háskólastigi. Í Syddansk Erhvervsskole er hægt að nema margskonar iðnnám, og fjölbrautarskólarnir, eða Gymnasium eins og það heitir á dönsku, eru ótal margir svo óhætt er að segja að allir finni eitthvað við sitt hæfi hér í borg.