Lög IFO

(Breytt mars 2017). (På dansk ned under).

 

1. gr.

Heiti félagsins er Íslendingafélagið í Odense og nágrenni eða Den Islandske Forening i Odense (IFO).

Skráð heimilisfang skal vera í Odense kommúnu og hjá formanni félagsins hverju sinni. Ef formaður býr ekki í Odense skal heimilisfangið vera skráð á næsta stjórnarmeðlim þar á eftir sem er med skráð lögheimili í Odense Kommúnu, sjá 5.gr.

2.gr.

Tilgangur félagsins er að halda uppi öflugu menningarstarfi, félagsstarfi og íþróttastarfi meðal félagsmanna. Það er gert með útgáfustarfsemi, opnum húsum, öðrum skemmtunum og skipulögðu menningarstarfi.

Íslendingafélagið á að beita sér fyrir samheldni félagsmanna og kynningu félagsmanna við aðra Íslendinga í Danmörku auk þess að hafa samskipti við önnur Íslendingafélög á Norðurlöndum.

3. gr.

Íslendingar og áhugafólk um Ísland og íslensk málefni geta orðið félagsmenn.

Fullgildir félagar eru þeir sem greitt hafa ársgjald félagsins. Félagsgjald skal greiðast við innskráningu og það gildir fyrir allt félagsárið. Félagsárið byrjar 1. janúar ár hvert og lýkur 31. desember. Félagsmenn einir geta gegnt embættum innan félagsins, þ.e. vera í stjórn og nefndum þess.

4. gr.

Stjórnarform félagsins er:

Aðalfundur ÍFO

Stjórn ÍFO

Nefndir er starfa innan félagsins

Félagsfundur, sjá 8 grein

5. gr.

Aðalstjórn félagsins skipa 5-7 manns. Ef fjöldi stjórnarmanna er slétt tala, hefur sitjandi formaður tvöfalt vægi í atkvæðagreiðslum. Einungis formaður, varaformaður og gjaldkeri eru kosnir af félgsmönnum á aðalfundi félagsins. Einnig er formaður og gjaldkeri kosnir til 2ja ára í senn, aðrir stjórnarmeðlimir sitja ár í senn. Formaður er fulltrúi félagsmanna í stjórn.

Áhugasamir geta boðið sig frem til starfa í stjórnin hvenær sem er á árinu. Stjórnarmeðlimir skipta með sér hlutverkum með samþykki formanns. Þetta skal gerast strax eftir aðalfund eða á fyrsta fundi stjórnar sem skal haldinn eins fljótt og auðið er.

a. Formaður

b. Varaformaður

c. Gjaldkeri

d. Ritari

e. Birgðastjóri

f. Menningarfulltrúi

g. Fjölmiðlafulltrúi

h. Fulltrúar nefnda, þ.e. skemmtinefnd, íþróttanefnd, fjölskyldunefnd.

6. gr.

Stjórnarsvið stjórnar:

Formaður:

Formaður er fulltrúi félagsins út á við. Formaður hefur yfirsýn með öllum atburðum á vegum nefnda og stjórnar IFO og boðar hann einnig til funda félagins.

Varaformaður:

Varaformaður skal taka við af formanni ef hann forfallast.

Gjaldkeri

Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins (bókhald o.þ.h), hann sér um innheimtu félagsgjalda og leggur fram endurskoðaða reikninga á aðalfundi.

Ritari:

Ritari heldur félagaskrá, ritar fundargerðarbók, sér um heimasíðu og annast bréfaskriftir félagsins.

Birgðastjóri:

Birgðastjóri sér til þess að eignir félagsins séu vel tryggðar og geymdar á öruggum stað. Einnig þarf birgðastjóri að hafa yfirsýn yfir hvað félagið á og hvort einhvað vanti fyrir komandi skemmtanir og uppákomur félagsins.

Fulltrúi Skemmtinefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa skemmtinefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og skemmtinefndar.

Fulltrúi Íþróttanefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa íþróttanefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og íþróttanefndar. Íþróttanefnd skal í samráði við aðalstjórn og aðrar nefndir leitast eftir að undirbúa og halda íþróttaviðburði / æfingar á vegum félagsins. Leitast skal eftir því að hafa starfið sem víðtækast. Íþróttanefnd skal dreifa starfskröftum sínum á fleiri en eina íþróttagrein.

Fulltrúi Fjölskyldunefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa fjölskyldunefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og fjölskyldunefndar. Fjölskyldunefnd skal í samráði við aðalstjórn leitast við að undirbúa og halda fjölskylduvænar uppákomur og menningarstarf á vegum félagsins. Leitast skal eftir því að hafa starfið sem víðtækast.

Menningarfulltrúi:

Helsta starf menningarfulltrúa er að halda samskiptum við Nordatlantisk Hus, ásamt félög Færeyinga, og Grænlendinga. Menningarfulltrúi skipar sameiginlega fundi þeirra fyrir hönd IFO og tekur þátt í og skipuleggur menningarstarf í samvinnu við stjórn.

Fjölmiðlafulltrúi:

Helsta starf fjölmiðlafulltrúa er að sjá um heimasíður og annað tæknilegt.

7. gr.

Allar ákvarðanir sem teknar eru, hvort sem um er að ræða fjárhagslegar eða félagslegar, þarf a.m.k. helmingur stjórnarmanna að samþykkja/taka afstöðu til.

8. gr.

Ef aðalstjórn eða félagsmenn óska þess, skal aðalstjórn halda félagsfund.

Félagsfund má halda hvenær sem er á stjórnarárinu. Heimilt er að slá félagsfundi saman við aðra atburði, ef sá valmöguleiki er fyrir hendi.

Ef félagsmenn óska eftir félagsfundi skal það gert skriflega og skulu a.m.k. tíu fullgildir félagar skrifa undir bréfið svo beiðnin sé lögmæt. Stjórn er skylt að halda félagsfund innan mánaðar frá móttöku bréfsins.

9. gr.

Reiknings– og félagsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

10. gr.

Endurskoðandi félagsins er kosinn á aðalfundi. Sé það mögulegt er kosinn einn til vara. Ef enginn býður sig fram, tekur stjórnin að sér endurskoðun á bókhaldi og leggur það fram til samþykktar á aðalfundi. Endurskoðendur hafa rétt til að kanna bókhald félagsins hvenær sem er. Ársreikningar skulu berast endurskoðendum félagsins síðast 15. janúar ár hvert.

11 . gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúar mánuði ár hvert. Ný stjórn tekur við strax að honum loknum.

12 . gr.

Til aðalfundar skal boða skriflega með minnst 14 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað skv. framansögðu. Löglega boðaður aðalfundur er æðsta vald félagsins.

13. gr.

Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi og þarf atkvæði minnst 2/3 hluta fundarmanna til að þær nái fram að ganga. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn félagsins skriflega eigi síðar en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund.

Stjórn félagsins skal senda öllum félagsmönnum þær tillögur er fram kunna að koma, eigi síðar en 10 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Breytingartillögur við áðurrnefndar lagabreytingartillögur skulu berast stjórn félagsins áður en aðalfundur er settur, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina.

14. gr.

Dagskrá aðalfundar:

a. Val fundarstjóra.

b. Val fundarritara.

c. Breytingar á dagskrá.

d. Skýrsla stjórnar.

e. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.

f. Lagabreytingar, sjá 13. grein.

g. Kosning formanns, sjá 5. grein.

h. Kosning varaformanns, sjá 5. grein.

i. Kosning gjaldkera, sjá 5. grein.

j. Félagsmönnum gefst kostur á að bjóða sig fram til starfa í aðalstjórn, sjá 5. grein.

k. Kosning endurskoðenda og sé það mögulegt, einn til vara.

l. Ákvörðun félagsgjalda.

m. Rætt starf félagsins næsta starfsár.

n. Önnur mál.

o. Fundarslit.

15. gr.

Til auka aðalfundar skal boða ef stjórn eða 1/3 hluti félagsmanna óskar þess.

Til hans skal boða skv. 12. gr.

16. gr.

Kosningarrétt hafa aðeins fullgildir félagar IFO, sjá 3. grein. Allir fullgildir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn. Hægt er að greiða félagsgjaldið fyrir aðalfund skv. 3. gr.

17. gr.

Komi fram tillaga á aðalfundi um að leggja félagið niður þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna á tveim aðalfundum í röð. Seinni fundurinn skal þá boðaður strax að loknum þeim fyrri. Skal það gert skriflega skv. 13. gr. og skal hann haldinn eigi seinna en 14 dögum síðar.

Nái tillaga þá fram að ganga, skulu eignir félagsins afhentar aðila til varðveislu, sem seinni aðalfundur samþykkir, þar til nýtt félag hefur verið stofnað að nýju. Ef ekkert nýtt félag hefur verið stofnað innan við 6 mánuði, skulu eigur félagsins deilast til annara Íslendingafélaga í Danmörku.

18. gr.

Á aðalfundi geta fullgildir félagsmenn boðið sig fram til starfa í nefndum.

Nefndir félagsins eru:

  • Skemmtinefnd

  • Fjölskyldunefnd

  • Íþróttanefnd

Stjórn er heimilt að stofna eða leggja niður nefndir á stafsárinu, telji stjórn þörf á slíku. Heimilt er að ljúka aðalfundi án þess að náist að manna fastanefndir. Ef slíkt á sér stað skal stjórn reyna að manna viðkomandi nefndir eftir aðalfund. Ef aðalstjórn tekst ekki að manna viðkomandi nefnd, skal hún ákveða hvort starfssemi nefndarinnar verði lögð í dvala á viðkomadi starfsári.

Félagsmanni er heimilt að taka sæti í fleiri en einni nefnd á vegum félagsins.

Aðalstjórn skal samþykkja öll fjárútlát nefnda og hefur lokaorðið við fjárhagsleg málefni.

Hver nefnd skal við upphaf stjórnarárs, leggja fram grófa áætlum um starf nefndarinnar á komandi starfsári. Hver nefnd skal útnefna nefndafulltrúa sem skal vera tengiliður aðalstjórnar við viðkomandi nefnd.

19. gr.

Öll eldri lög félagsins falla úr gildi við gildistöku þessara laga.

Den Islandske Forening i Odense´s vedtægter. (Rev. marts 2017).

§. 1.

Foreningens Navn er Den Islandske Forening i Odense (IFO). På islandsk: Íslendingafélagið í Odense og nágrennis

Den registrerede adresse skal være i Odense kommune og hos den regerende formand. Hvis formanden ikke har adresse i Odense kommune, skal adressen være hos næste led i bestyrelsen med adresse i Odense Kommune. Se §5

§2.

Foreningens formål er at opretholde stærke sociale og sportsaktiviteter blandt medlemmerne. Ved udgivelse, åbne huse, underholdning og andre kulturelle aktiviteter.

Den Islandske forening i Odense skal fremme sammenhold mellem sine medlemmer og skabe kontakt til andre islændinge i Danmark og skabe kontakt til andre islandske foreninger i de Nordiske lande

§3.

Islændinge og folk interesseret i Island og islandske forhold, kan blive medlemmer af foreningen.

Fuldgyldige medlemmer er dem, der har betalt deres årlige kontingent. Kontingentet skal betales ved indmeldelse og gælder for hele foreningsåret. Foreningsåret starter 1. januar og slutter 31. december. Kun fuldgyldige medlemmer kan varetage poster i foreningsregiet, dvs. bestyrelsesarbejde og dets aktivitetsudvalg.

§4.

Foreningens styringsform er.

Generalforsamling ÌFO

Bestyrelsen i ÍFO

Udvalg agerende på vegne af ÍFO

Foreningsmøde, jf. § 8

§5.

Bestyrelsen består af 5-7 personer. Hvis der er et lige antal medlemmer af bestyrelsen, har formandens stemme dobbelt vægt. Kun formand, næstformand og kasserer vælges direkte på generalforsamlingen af foreningens medlemmer. Formanden repræsenterer foreningens medlemmer i bestyrelsen og sidder i to år ad gangen. Kasserer sidder også i to år. Øvrige bestyrelsesmedlemmer sidder kun i et år.

Interesserede i øvrige bestyrelsesposter kan stå frem til ethvert tidspunkt på året. Bestyrelsesmedlemmer deler arbejdsopgaverne mellem sig, med formandens accept. Dette skal gøres lige efter generalforsamlingen eller til bestyrelsens første møde, som skal holdes så hurtigt som muligt.

a. Formand

b. Næstformand

c. Kasserer

d. Sekretær

e. Lagerforvalter

f. Kulturrepræsentant

g. Kommunikationsansvarlig

h. Repræsentanter for henholdsvis festudvalg, sportsudvalg, familieudvalg.

§6.

Bestyrelsesposters ansvarsområder:

Formand:

Formand er foreningens repræsentant og har overordnet tilsyn over alle aktiviteter udført på vegne af foreningen, dets bestyrelse samt udvalg.

Formand sørger for mødeindkaldelse.

Næstformand:

Næstformand overtager formandens rolle såfremt formanden bliver forhindret deri.

Kasserer:

Kasser er ansvarlig for foreningens økonomi (bogføring osv.), indsamling af medlemskontingenter og fremlægger reviderede regnskaber til generalforsamlingen.

Sekretær:

Notar skriver mødereferat og opdaterer medlemmernes oplysninger. Håndterer korrespondance og opdaterer hjemmesiden.

Lagerforvalter:

Lagerforvalter sørger for at foreningens ejendele bliver forsvarligt opbevaret. Desuden sørger vedkommende for at holde overblikket over lagerbeholdning til kommende arrangementer.

Repræsentant for festudvalget:

Repræsentantens vigtigste opgave er at agere som bindeled mellem bestyrelse og festudvalget.

Repræsentant for sportsudvalget:

Den vigtigste opgave for repræsentanten er at agere som bindeled mellem bestyrelse og sportsudvalget. Udvalget forbereder og afholder sportsbegivenheder / træning på vegne af foreningen i samråd med foreningens bestyrelse og de andre udvalg. Der bør arbejdes så bredt som muligt og derved repræsentere mere end en sportsgren.

Repræsentant for familieudvalget:

Den vigtigste opgave for repræsentanten er at agere som bindeled mellem bestyrelsen og familieudvalget. Udvalget skal bestræbe sig på, at udvikle og afholde familie- arrangementer og kulturelle aktiviteter på vegne af foreningen, i samråd med foreningens bestyrelse. Indsatsen bør bringes i at arbejde så bredt som muligt.

Kulturrepræsentant:

Den vigtigste opgave for repræsentanten er at agere som bindeled mellem bestyrelsen og Nordatlantisk Hus, færøsk forening og grønlandsk forening, deltage i husets og foreningernes fælles møder på vegne af IFO og planlægge kulturaktiviteter i samarbejde med bestyrelsen.

Kommunikationsansvarlig:

Kommunikationsansvarliges opgave er at opdatere hjemmesiden og andre tekniske gøremål.

§7.

For at træffe finansielle beslutninger og andre beslutninger kræver mindst halvdelen af bestyrelsens godkendelse.

8. gr.

Hvis bestyrelsen eller medlemmer ønsker det, skal der afholdes foreningsmøde.

Foreningsmødet kan afholdes på et hvilket som helst tidspunkt i løbet af året, mødet kan afholdes som en del af et andet arrangement.

Hvis medlemmerne ønsker et foreningsmøde møde skal det meldes bestyrelsen skriftligt. Mindste ti fuldgyldige medlemmer skal underskrevet brevet , så anmodningen er legitim. Bestyrelsens skal afholde foreningsmøde senest en måned efter modtagelsen af ​​brevet.

9. gr.

Foreningens regnskabs– og foreningsår er fra 1. januar til 31. december.

10. gr.

På generalforsamling skal der vælges 1 revisor og en suppleant til revisor, hvis muligt. Hvis der ikke kan udnævnes revisor til generalforsamlingen, vil bestyrelsen overse revision af regnskabet. Revisor samt suppleant har ret til at se foreningens regnskab til hver en tid. Regnskabet skal afleveres til foreningens revisor inden 15. januar hvert år.

§11 .

Generalforsamling skal afholdes årligt i februar.

Den nye bestyrelse overtager foreningsansvaret ved endt general forsamling.

§ 12.

Den ordinære generalforsamling skal indkaldes skriftligt mindst 14 dage i forvejen. Generalforsamlingen betragtes som lovlig, hvis der er indkaldt i henhold til ovenstående. Lovligt indkaldt generalforsamling er den højeste myndighed i IFO

§13.

Ændringer på vedtægter kan kun ske på generalforsamlingen og skal stemme på mindst to tredjedele af deltagere til at godkende ændringerne. Foreslået ændringer på vedtægter skal være modtaget af bestyrelsen skriftligt senest 14 dage før den ordinære generalforsamling ellers vil de ikke blive behandlet.

Bestyrelsen skal underrette alle medlemmer om modtagne ændrings forslag senest 10 dage før den ordinære generalforsamling. Ændrings forslag til eventuelle ændrings forslag på vedtægterne, skal modtages af bestyrelsen inden generalforsamlingen starter ellers vil de ikke blive behandlet.

§14. gr.

Generalforsamlingens dagsorden:

a. Valg af dirigent.

b. Valg af referent.

c. Ændringer af dagsordenen.

d. Bestyrelsens beretninger.

e. Kasserer fremlægger foreningens revideret årsregnskab til godkendelse.

f. Eventuelle ændringer af vedtægter jf. § 13.

g. Valg af formand jf. § 5.

h. Valg af næstformand.

i. Valg af kasserer.

j. Foreningens medlemmer får mulighed for, at lade sig opstille til bestyrelse jf. § 5.

k. Valg af revisor og hvis muligt en revisor suppleant.

l. Fastsættelse af kontingent.

m. Kommende foreningsår drøftes.

n. Eventuelt.

o. Mødet afsluttes.

15. gr.

Bestyrelsen eller 1/3 dele af foreningens medlemmer, kan indkalde til en ekstraordinær generalforsamling. Indkaldelsen skal forgå som beskrevet i § 12.

16. gr.

Kun fuldgyldige medlemmer i Den Islandske Forening har ret til at stemme til general forsamling. Alle fuldgyldige medlemmer kan opstille til valg for bestyrelse i foreningen. Der er muligt, at betale kontingent inden generalforsamlingens start, se §3.

17. gr.

Hvis et forslag om, at nedlægge foreningen opstår, kræves der samtykke fra 2/3 del af medlemmerne på to generalforsamlinger i træk. Indkaldelse til den sidste generalforsamling skal gøres i slutningen af den første. Indkaldelsen skal være skriftlig, ifølge §13, og skal den sidste generalforsamling afholdes inden for de næste 14 dage.

I tilfælde af, at forslaget bliver godkendt, skal foreningens ejendomme afhentes til én som kan bevare dem, og skal valg af vedkommende forgå på den senere generalforsamling. Opbevaringen skal vare indtil en ny forening er blevet etableret, og skulle det ikke ske indenfor de næste 6 måneder, skal ejendommene deles imellem andre islandske foreninger i Danmark.

18. gr.

Ledere for foreningens udvalg kan stå frem til generalforsamling. Foreningens bestyrelse beslutter om udvalgene er aktive eller skal nedlægges midlertidigt. Foreningens udvalg er efterfølgende:

festudvalg.

sportsudvalg.

familieudvalg.

Et medlem kan sidde i flere end ét udvalg i foreningen. Bestyrelsen kan etablere og nedlægge et udvalg til ethvert foreningsår, skulle bestyrelsen vurdere det nødvendigt. En generalforsamling kan afsluttes trods det ikke har været muligt at få medlemmer i udvalgene. Bestyrelsen skal godkende alle udgifter der kunne opstå ved events/begivenheder på hver enkelt udvalgs vegne. Bestyrelsen har også det sidste ord, hvis der skulle opstå en diskussion omkring finansielle beslutninger.

Hver enkelt udvalg skal lave et forslag om mulige events/begivenheder der skal holdes det samme foreningsår og aflevere til bestyrelsen til godkendelse. Hver enkelt udvalg skal udnævne en repræsentant som skal agere som bindeled imellem vedkommende udvalg og foreningens bestyrelse.

19. gr.

Ved ikrafttrædelsen af disse love bliver alle af foreningens ældre love ugyldige.