Lög IFO

(Breytt mars 2015).

 1. gr.

Heiti félagsins er Íslendingafélagið í Odense og nágrenni eða Den Islandske Forening i Odense (IFO).

Skráð heimilisfang skal vera í Odense kommúnu og hjá formanni félagsins hverju sinni. Ef formaður býr ekki í Odense skal heimilisfangið vera skráð á næsta stjórnarmeðlim þar á eftir sem er med skráð lögheimili í Odense Kommúnu, sjá 5.gr.

2.  gr.

Tilgangur félagsins er að halda uppi öflugu menningarstarfi, félagsstarfi og íþróttastarfi meðal félagsmanna. Það er gert með útgáfustarfsemi, opnum húsum, öðrum skemmtunum og skipulögðu menningarstarfi.

Íslendingafélagið á að beita sér fyrir samheldni félagsmanna og kynningu félagsmanna við aðra Íslendinga í Danmörku auk þess að hafa samskipti við önnur Íslendingafélög á Norðurlöndum.

 1. gr.

Íslendingar og áhugafólk um Ísland og íslensk málefni geta orðið félagsmenn.

Fullgildir félagar eru þeir sem greitt hafa ársgjald félagsins. Félagsgjald skal greiðast við innskráningu og það gildir fyrir allt félagsárið. Félagsárið byrjar 1. September ár hvert og lýkur 31. Ágúst. Félagsmenn einir geta gegnt embættum innan félagsins, þ.e. vera í stjórn og nefndum þess.

 1. gr.

Stjórnarform félagsins er:

Aðalfundur ÍFO

Stjórn ÍFO

Nefndir er starfa innan félagsins

Félagsfundur, sjá 8 grein

 1. gr.

Aðalstjórn félagsins skipa 5-7 manns. Ef fjöldi stjórnarmanna er slétt tala, hefur sitjandi formaður tvöfalt vægi í atkvæðagreiðslum. Einungis formaður, varaformaður og gjaldkeri eru kosnir af félgsmönnum á aðalfundi félagsins. Einnig er formaður og gjaldkeri kosnir til 3ja ára í senn, aðrir stjórnarmeðlimir sitja ár í senn. Formaður er  fulltrúi félagsmanna í stjórn. Með samþykki formanns skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.  Þetta skal gerast strax eftir aðalfund eða á fyrsta fundi stjórnar.

a. Formaður

b. Varaformaður

c. Gjaldkeri

d. Ritari

e. Birgðastjóri

f. Menningarfulltrúi

g. Fjölmiðlafulltrúi

h. Fulltrúar nefnda, þ.e. skemmtinefnd, íþróttanefnd, fjölskyldunefnd.

 1. gr.

Stjórnarsvið stjórnar:

Formaður:

Formaður er fulltrúi félagsins út á við. Formaður hefur yfirsýn með öllum atburðum á vegum nefnda og stjórnar IFO og boðar hann einnig til funda félagins.

Varaformaður:

Varaformaður skal taka við af formanni ef hann forfallast.

Gjaldkeri:

Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins (bókhald o.þ.h), hann sér um innheimtu félagsgjalda og leggur fram endurskoðaða reikninga á aðalfundi.

Ritari:

Ritari heldur félagaskrá, ritar fundargerðarbók, sér um heimasíðu og annast bréfaskriftir félagsins.

Birgðastjóri:

Birgðastjóri sér til þess að eignir félagsins séu vel tryggðar og geymdar á öruggum stað. Einnig þarf birgðastjóri að hafa yfirsýn yfir hvað félagið á og hvort einhvað vanti fyrir komandi skemmtanir og uppákomur félagsins.

Fulltrúi Skemmtinefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa skemmtinefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og skemmtinefndar.

Fulltrúi Íþróttanefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa íþróttanefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og íþróttanefndar.

Íþróttanefnd skal í samráði við aðalstjórn og aðrar nefndir leitast eftir að undirbúa og halda íþróttaviðburði / æfingar á vegum félagsins.

Leitast skal eftir því að hafa starfið sem víðtækast. Íþróttanefnd skal dreifa starfskröftum sínum á fleiri en eina íþróttagrein.

Fulltrúi Fjölskyldunefndar: (Repræsentant)

Helsta starf fulltrúa fjölskyldunefndar er að vera tengiliður milli stjórnar og fjölskyldunefndar.

Fjölskyldunefnd skal í samráði við aðalstjórn leitast við að undirbúa og halda fjölskylduvænar uppákomur og menningarstarf á vegum félagsins. Leitast skal eftir því að hafa starfið sem víðtækast.

Menningarfulltrúi:

Helsta starf menningarfulltrúa er að halda samskiptum við Nord Atlantisk Hus, ásamt félög Færeyinga, og Grænlendinga.

Menningarfulltrúi skipar sameiginlega fundi þeirra fyrir hönd IFO og tekur þátt í og skipuleggur menningarstarf í samvinnu við stjórn.

Fjölmiðlafulltrúi:

Helsta starf fjölmiðlafulltrúa er að sjá um heimasíður og annað tæknilegt.

 1. gr.

Allar ákvarðanir sem teknar eru, hvort sem um er að ræða fjárhagslegar eða félagslegar, þarf a.m.k. helmingur stjórnarmanna að samþykkja/taka afstöðu til.

 1. gr.

Ef aðalstjórn eða félagsmenn óska þess, skal aðalstjórn halda félagsfund.

Félagsfund má halda hvenær sem er á stjórnarárinu. Heimilt er að slá félagsfundi saman við aðra atburði, ef sá valmöguleiki er fyrir hendi.

Ef félagsmenn óska eftir félagsfundi skal það gert skriflega og skulu a.m.k. tíu fullgildir félagar skrifa undir bréfið svo beiðnin sé lögmæt. Stjórn er skylt að halda félagsfund innan mánaðar frá móttöku bréfsins.

 1. gr.

Reiknisár félagsins er frá 1. Janúar til 31.desember en félagsárið er frá september til og með ágúst ár hvert.

 1. gr.

Endurskoðandi félagsins er kosinn á aðalfundi. Sé það mögulegt er kosinn einn til vara.

Ef enginn býður sig fram, tekur stjórnin að sér endurskoðun á bókhaldi og leggur það fram til samþykktar á aðalfundi. Endurskoðendur hafa rétt til að kanna bókhald félagsins hvenær sem er.

Ársreikningar skulu berast endurskoðendum félagsins síðast 15. Janúar ár hvert.

11.  gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúar mánuði ár hvert. Ný stjórn tekur við strax að honum loknum.

12 . gr.

Til aðalfundar skal boða skriflega með minnst 21 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað skv. framansögðu. Löglega boðaður aðalfundur er æðsta vald félagsins.

 1. gr.

Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi og þarf atkvæði minnst 2/3 hluta fundarmanna til að þær nái fram að ganga. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn félagsins skriflega eigi síðar en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund.

Stjórn félagsins skal senda öllum félagsmönnum þær tillögur er fram kunna að koma, eigi síðar en með fundarboði til aðalfundar.

Breytingartillögur við áðurrnefndar lagabreytingartillögur skulu berast stjórn félagsins áður en aðalfundur er settur, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina.

 1. gr.

Dagskrá aðalfundar:

 • Val fundarstjóra.
 • Val fundarritara.
 • Breytingar á dagskrá.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar.
 • Lagabreytingar, sjá 13. grein.
 • Kosning formanns, sjá 5. grein.
 • Kosning varaformanns, sjá 5. grein.
 • Kosning gjaldkera, sjá 5. grein.
 • Félagsmönnum gefst kostur á að bjóða sig fram til starfa í aðalstjórn, sjá 5. grein.
 • Kosning endurskoðenda og sé það mögulegt, einn til vara.
 • Ákvörðun félagsgjalda.
 • Rætt starf félagsins næsta starfsár.
 • Önnur mál.
 • Fundarslit.

15. gr.

Til auka aðalfundar skal boða ef stjórn eða 1/3 hluti félagsmanna óskar þess. Til hans skal boða skv. 12. gr.

 1. gr.

Kosningarrétt hafa aðeins fullgildir félagar IFO, sjá 3. grein. Allir fullgildir félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn.

Hægt er að greiða félagsgjaldið fyrir aðalfund skv. 3. gr.

 1. gr.

Komi fram tillaga á aðalfundi um að leggja félagið niður þarf samþykki 2/3 hluta fundarmanna á tveim aðalfundum í röð.

Seinni fundurinn skal þá boðaður strax að loknum þeim fyrri. Skal það gert skriflega skv. 13. gr. og skal hann haldinn eigi seinna en 14 dögum síðar.

Nái tillaga þá fram að ganga, skulu eignir félagsins afhentar aðila til varðveislu, er seinni aðalfundur samþykkir, þar til nýtt félag hefur verið stofnað að nýju.

Ef ekkert nýtt félag hefur verið stofnað innan við 6 mánuði, skulu eigur félagsins deilast til annara Íslendingafélaga í Danmörku.

 1. gr.

Á aðalfundi geta fullgildir félagsmenn boðið sig fram til starfa í nefndum.

Nefndir félagsins eru:

 • Skemmtinefnd
 • Fjölskyldunefnd
 • Íþróttanefnd

Félagsmanni er heimilt að taka sæti í fleiri en einni nefnd á vegum félagsins.

Heimilt er að ljúka aðalfundi án þess að náist að manna fastanefndir. Ef slíkt á sér stað skal stjórn reyna að manna viðkomandi nefndir eftir aðalfund. Ef aðalstjórn tekst ekki að manna viðkomandi nefnd, skal hún ákveða hvort starfssemi nefndarinnar verði lögð í dvala á viðkomadi starfsári. Stjórn er heimilt að stofna eða leggja niður nefndir á stafsárinu, telji stjórn þörf á slíku.

Aðalstjórn skal samþykkja öll fjárútlát nefnda og hefur lokaorðið við fjárhagsleg málefni.

Hver nefnd skal við upphaf stjórnarárs, leggja fram grófa áætlum um starf nefndarinnar á komandi starfsári.

Hver nefnd skal útnefna nefndafulltrúa sem skal vera tengiliður aðalstjórnar við viðkomandi nefnd.

 1. gr.

Öll eldri lög félagsins falla úr gildi við gildistöku þessara laga.