Næsti Viðburður

Skötuveisla !!

Nordatlantisk Hus, Nordatlantisk Promenade 1, 5000 Odense

Kæru landsmenn.

Skötuveisla Íslendingafélagsins í Odense verður haldin þann 16. desember frá kl 18- þangað til að fólk er þreytt, í félagsheimilinu okkar í Nordatlantisk Hus.
Barinn verður opinn eftir matinn.

Á hlaðborðinu verður skata, saltfiskur ásamt hamsatólg og hangifloti, rúgbrauði og laglegum kartöflum. Einnig verða í boði SS pylsur og danskar pylsur ásamt meðlæti fyrir þá sem vilja smakka hina alíslensku fiskirétti en hafa plan B ef ské skyldi að manni fyndist ekki mikið til þeirra koma.

Krakkahorn þar sem sýndar verða íslenskar teiknimyndir, verður í fundarherbergi félagsins.

Verð:
Félagsmenn: 100 kr
Frítt fyrir börn félagsmanna (12 ára og yngri).
Utanfélagsmenn: 150 kr.
Börn utanfélagsmanna: 50 kr.

 

Ps.
Félagsgjald ÍFO er 100 kr. fyrir hvern fullorðinn (18 ára og eldri).
Hægt er að greiða með:
Mobilpay: 42186411
(Að sjálfsögðu er einnig hægt að gerast félagsmaður á staðnum).

Nauðsynlegt er að skrifa fullt nafn greiðanda við greiðsluna svo að enginn vafi sé á því hver greiðandi sé og senda svo staðfestingu á emaili á ifo@islodense.dk med upplýsingum um fullt nafn greiðanda.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ !!

Við auglýsum eftir fólki sem er tilbúið til að leggja hönd á plóg í því umfangi sem það getur, til að félagið geti haldið úti góðri og uppbyggilegri dagskrá fyrir íslendinga á Fjóni.

Áhugasamir geta haft samband við

Ingvar: 42186411/ Iris Dröfn. 22885347