Næsti Viðburður

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Odense.

 

Nordatlantisk Hus, Nordatlantisk Promenade 1, 5000 Odense kl 19:00

Kæru landsmenn.

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Odense verður haldinn 27.febrúar 2018 kl: 19 í félagsaðstöðu félagsins

Sérstakur gestur kvöldsins verður C.C. Nielsen, ræðismaður í Óðinsvéum sem mun fara yfir og útskýra hvers vegna ekki var hægt að samþykkja ársskýrslu félagsins fyrir árið 2016, á aðalfundi 2017.

Húsið opnar kl 18.30 og verður íslenska sjoppan opin og ýmsar veitingar til sölu.

 

Dagskrá verður samkvæmt 14.grein félagslaga:

 • Val fundarstjóra.
 • Val fundarritara.
 • Breytingar á dagskrá.
 • C.C. Nielsen, íslenski ræðismaðurinn í Óðinsvéum.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 • Lagabreytingar, sjá 13.grein.
 • Kosning formanns, sjá 5.grein.
 • Kosning varaformanns, sjá 5.grein.
 • Kosning gjaldkera, sjá 5.grein.
 • Félagsmönnum gefst kostur á að bjóða sig fram til starfa í aðalstjórn, sjá 5.grein.
 • Kosning endurskoðanda og ef mögulegt, einn til vara.
 • Ákvörðun félagsgjalda.
 • Næsta félagsár rætt.
 • Önnur mál.
 • Fundarslit.Ath. að:
 • Staða formanns og gjaldkera er til tveggja ára í senn.
 • Samkvæmt 16.grein hafa aðeins fullgildir félagsmenn kosningarétt á aðalfundi en hægt er að greiða félagsgjaldið fyrir settan aðalfund, samkvæmt 3.grein.
 • Tillögur að lagabreytingum þurfa að berast stjórn félagsins skriflega í papírs eða tölvutæku formi, eigi síðan en 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund, samkvæmt 13.grein.
 • Breytingartillögur við áðurnefndar lagabreytingartillögur skulu berast stjórn félagsins áður en aðalfundur er settur, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina, samkvæmt 13.grein.Við vonumst til að sjá sem flesta svo að næsta starfsár verði öflugra en þau fyrri því að saman gerum við félagið sterkara.
 • Kærar kveðjur.
 • Stjórn IFOdense.

 

 

Ps.
Félagsgjald ÍFO er 100 kr. fyrir hvern fullorðinn (18 ára og eldri).
Hægt er að greiða með:
Mobilpay: 97250
(Að sjálfsögðu er einnig hægt að gerast félagsmaður á staðnum).

Nauðsynlegt er að skrifa fullt nafn greiðanda við greiðsluna svo að enginn vafi sé á því hver greiðandi sé og senda svo staðfestingu á emaili á ifo@islodense.dk med upplýsingum um fullt nafn greiðanda.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ !!

Við auglýsum eftir fólki sem er tilbúið til að leggja hönd á plóg í því umfangi sem það getur, til að félagið geti haldið úti góðri og uppbyggilegri dagskrá fyrir íslendinga á Fjóni.

Áhugasamir geta haft samband við

Ingvar: 42186411/ Iris Dröfn. 22885347